Málstefna háskólanna
Háskólarnir setja sér stefnu í málefnum íslensks máls
Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn hinn 12. mars 2009 þegar Alþingi samþykkti tillögur Íslenskrar málnefndar um opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu. Samþykkt Alþingis markaði þannig tímamót í sögu tungunnar og staða hennar var enn frekar treyst með lögum um íslenskt mál, sem tóku gildi í júní 2011 (lög nr. 61/2011).
Mennta- og menningarmálaráðherra fór þess á leit við samstarfsnefnd háskólastigsins að hún tæki íslenska málstefnu til umfjöllunar, léti í té formleg viðbrögð við henni og upplýsti hvernig háskólarnir hygðust beita sér fyrir málefnum íslenskunnar, sem móðurmáls í skólastarfi og rannsóknum. Viðbrögð skólanna voru jákvæð og nú hafa þeir allir sett sér málstefnu, sem tekur mið af þeim markmiðum, sem koma fram í þeirri opinberu málstefnu sem Alþingi samþykkti. Skólarnir gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægir málsvarar íslenskrar tungu og leggja áherslu á rækt við hana. Viðbrögð skólanna er ágætur vitnisburður um að íslensk málstefna er virk og mikilvæg.