Hoppa yfir valmynd
14. maí 2012 Dómsmálaráðuneytið

Sérstakur saksóknari stofnun ársins annað árið í röð

Stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið náðu góðum árangri í valinu stofnun ársins. Kringum 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði tóku þátt. Könnunin er samstarfsverkefni SFR, stéttarfélags í almannaþágu, VR, virðingar og réttlætis og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var með í ár.

Fulltrúar Sérstaks saksóknara með formanni SFR þegar þeir tóku við viðurkenningunni.
Fulltrúar Sérstaks saksóknara með formanni SFR þegar þeir tóku við viðurkenningunni.

Sérstakur saksóknari er Stofnun ársins í flokki stórra stofnana annað árið í röð en í þeim flokki eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Landmælingar Íslands eru Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) og Persónuvernd í flokki lítilla stofnana eða með færri en 20 starfsmenn. Þetta er fyrsta árið sem stofnunum er skipt í þessa þrjá flokka.

Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn í Borgarnesi en þann titil hlýtur sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Ítarlegar niðurstöður könnunarinnar má lesa á vef SFR.

Þetta er í sjöunda sinn sem SFR stendur að vali á stofnun ársins. Könnuð eru starfsskilyrði og  líðan á vinnustað og þátttakendur spurðir út í þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, sjálfstæði í starfi, vinnuálag, vinnuskilyrði, álag og kröfur, sveigjanleika í starfi og fleira.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta