Úthlutun Sprotasjóðs fyrir skólaárið 2012-2013
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
- Þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu
- Virkt lýðræði, mannréttindi og samskipti í skólum
Umsóknarfrestur var til 29. febrúar sl. og bárust 190 umsóknir að þessu sinni. Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu stjórnar, að veita styrki til 46 verkefna að upphæð rúmlega 43. millj. kr.
Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta
Höfuðb | Rn | Suðurl. | Vesturl. | VF | NV | NA | A | Fj | Upphæð | |
Grunnskólar | 9 | 1 | 1 | 1 | 3 | 4 | 1 | 20 | 17.700.000 | |
Leikskólar | 3 | 1 | 3 | 1 | 2 | 10 | 7.450.000 | |||
Framhaldsskólar | 7 | 1 | 1 | 9 | 9.550.000 | |||||
Þvert á skólastig | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 | 7 | 8.350.000 | |||
Samtals | 22 | 3 | 5 | 4 | 3 | 6 | 3 | 46 | 43.050.000 |
Hér má sjá skrá um þau verkefni sem hlutu styrk fyrir skólaárið 2012-13.
Yfirlit yfir þau 46 verkefni sem hlutu styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2012-2013.
Gunnskólastig
|
Nafn verkefnis | Samstarfsaðilar | Úthlutun kr. |
Hagaskóli | Félagsstarf- árangursvottun unglinga | 600.000 | |
Grunnskóli Vestmannaeyja | Bætt samstarf Grunnskóla Vestmanneyja og íþróttahreyfingarinnar | IBV íþróttafélag Vestmannaeyjabær | 1.250.000 |
Grunnskólinn á Þórshöfn | Betri skóli, betri líðan nemenda og starfsfólks | 800.000 | |
Laugarnesskóli | Mat er máttur | Háaleitisskóli, Hamraskóli | 1.500.000 |
Árskóli | Vinaliðar | Fræðsluþjónusta Skagafjarðar | 800.000 |
Brekkuskóli | Rafrænt nám í Brekkuskóla | 500.000 | |
Grunnskólinn austan Vatna | Félagastuðningur | Helga Harðardóttir, Dene Magna, leiðtogaskóli í Englandi | 500.000 |
Grunnskóli Húnaþings vestra | Ungmennalýðræði | Félagsmiðstöðin Orion | 150.000 |
Ölduselsskóli | Einstaklingsmiðað námsfyrirkomulag í kjarnagreinum á unglingastigi | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | 500.000 |
Klettaskóli | Sérkennslutorg | RANNUM Tungumálatorg, Náttúrufræðitorg | 1.400.000 |
Salaskóli | Rafrænn skóli - nútímaskóli | Kópavogsbær - tölvudeild | 800.000 |
Brekkubæjaskóli | Samvinna við innleiðingu á grunnþáttum menntunar sem leiðarljóst við endurskoðun á skólanámskrá | Grundaskóli Þorpið - félagsmiðstöð | 700.000 |
Þelamerkurskóli | Heilsueflandi grunnskóli | Ferðafélagið Hörgur Líkamsræktin Bjarg Rauði kross Íslands, Akureyri | 500.000 |
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar | Þróun kennsluhátta til samræmis kenningaramma OECD | Menntavísindasvið HÍ | 1.500.000 |
Álftanesskóli | Hvaðan ertu að koma - hvar ertu - hvert ertu að fara? Sóknarkvarði skóla um grunnþættina sex | 700.000 | |
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar | Námsmat GF | Fræðslusvið Fjarðabyggðar | 800.000 |
Grunnskólinn í Sandgerði | Lýðræði er leikur einn | Stóru-Vogaskóli Vogum, Umboðsmaður barna, Unicef, Grunnskólinn á Grundafirði, Ungmennafélag Íslands | 1.000.00 |
Norðlingaskóli | Skólaþróun og notkun spjaldtölva í skólastarfi | Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkur, Námsgagnastofnun, Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Epli.is | 700.000 |
Austurbæjarskóli | Velkomin - úrræði fyrir móttöku og samskipti | Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Tungumálatorg | 1.000.000 |
Skóladeild Akureyrarbæjar | Innleiðing nýrrar aðalnámskrár, mótun og gerð skólanámskrár | Oddeyrarskóli, Giljaskóli, Brekkuskóli Naustaskóli, Lundarskóli, Glerárskóli, Síðuskóli, Hlíðarskóli, Hríseyjarskóli, Grímseyjarskóli | 3.000.000 |
Leiksskólastig |
Nafn verkefnis | Samstarfsaðilar | Úthlutun kr. |
Leikskólinn Álfheimar Selfossi | Grenndarskógur leikskólans Álfheima og Vallaskóla | Suðurlandsskógar, Umhverfisdeild Árborgar, Vallaskóli | 750.000 |
Leikskólinn Árbær | Lýðræðislegir dagar | 900.000 | |
RannUng | Leikið, lært og lifað | Leikskólinn Sjáland, Garðabæ, Leikskólinn Hulduberg, Mosfellsbæ, Leikskólinn Dalur, Kópavogi, Leikskólinn Hlíðarberg, Hafnarfirði, Leikskóli Seltjarnarness | 1.000.000 |
Leikskólinn Krummakot | Ný markmið aðalnámskrár: Sex grunnþættir menntunar | 900.000 | |
Leikskólinn Ugluklettur | Skólanámskrá Uglukletts. Leikur, virðing, gleði | Grunnskóli Borgarness | 900.000 |
Leikskólinn Krakkaborg | Við eigum öll leikinn saman | Rannsóknarstofa í barna og æskulýðsfræðum, Menntavísindasviði Háskóla Íslands | 500.000 |
Leikskólinn Holt | Bæjarfélagið okkar; lýðræði og læsi | 500.000 | |
Leikskóli Fjallabyggðar | Þróun skólanámskrár Leikskóla Fjallabyggðar með hliðsjón af nýrri menntastefnu | Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar | 500.000 |
Leikskólinn Ösp | Málrækt sem verkfæri til að móta lýðræðissamfélag í leikskóla | Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands/ Rannung, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Leikskólinn Holt, Fellaskóli | 1.000.000 |
Fífusalir | Aukið samstarf og samskipti milli skólastiga | Salaskóli | 500.000 |
Þvert á skólastig
|
Nafn verkefnis | Samstarfsaðilar | Úthlutun kr |
Auðarskóli | Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggða á virknimati | 450.000 | |
Sameinaður leik- og grunnskóli í Hvalfjarðarsveit | Sameining sjónarmiða - Skólanámskrá sameinaðs leik - og grunnskóla | 800.000 | |
Grunnskóli Hornafjarðar | Lærdómssamfélagið Hornafjörður | Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Leikskólinn Lönguhólum, Höfn. Heilsuleikskólinn Krakkakot, Höfn. Grunnskólinn Hofgarði, Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, Tónskóli Austur Skaftafellssýslu, Fræðslu- og félagssvið Hornafjarðar, Grunnskóli Hornafjarðar | 2.000.000 |
Skólaskrifstofa Grindavíkur | Þróunarsveitarfélag - Ný hugsun í átt að betri framtíð | Grunnskóli Grindavíkur, SRR, Leikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut, Tónlistarfskóli Grindavíkur, Menntamálaráðuneytið, Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík | 900.000 |
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar | Leikum og lærum - ný menntastefna | Leikskólinn Hulduberg, Leikskólinn Hlíð, Leikskólinn Hlaðhamrar, Leikskólinn Reykjakot, Krikaskóli, Leirvogstunguskóli, Lágafellsskóli, Varmárskóli | 3.000.000 |
Waldorfskólinn Sólstafir | Skólanámsskrá Waldorfskólans Sólstafa | Rudolf Steiner Hoyskolen i Oslo | 700.000 |
Dalskóli | Skólanámskrá Dalskóla | 500.000 | |
Framhaldsskólastig |
Nafn verkefnis | Samstarfsaðilar | Úthlutun kr |
Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Þarfir nemenda í FÁ | 850.000 | |
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Aðlögun námsefnis og hugtakalæsi. Ný nálgun í hugmynda- og aðferðafræði á námsbraut fyrir erlenda nemendur | 1.500.000 | |
Menntaskólinn við Sund | Námsmat í nýrri skólanámskrá MS | 900.000 | |
Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Hæfnimiðað nám í FSN | 1.000.000 | |
Menntaskólinn við Hamrahlíð | Sjálfstætt stúdentsprófsverkefni | 600.000 | |
Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu | Umhverfis- og auðlindabraut | Menntaskólinn á Egilsstöðum, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Fjölbrautaskóli Snæfellinga | 1.500.000 |
Flensborgarskólinn | Heilsueflandi framhaldsskóli - geðrækt/líðan | Landlæknisembættið | 1.200.000 |
Iðnskólinn í Hafnarfirði | Ný framtíð | 1.000.000 | |
Borgarholtsskóli | Lýðræði í verki | 1.000.000 | |
Samtals | 43.050.000 |