Hoppa yfir valmynd
16. maí 2012 Utanríkisráðuneytið

Aukinn stuðningur við Íslendinga sem afplána fangelsisdóma erlendis

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum síðastliðinn föstudag að fela utanríkisráðherra og innanríkisráðherra að undirbúa gerð samninga við önnur ríki um flutning dæmdra manna og fullnustu refsinga. Sérstök áhersla verður lögð á að gera samninga við ríki sem eru fjarri Íslandi og þar sem aðbúnaður fanga er verulega lakari en tíðkast hérlendis. Gerð slíkra samninga er alla jafna forsenda þess að Íslendingar sem dæmdir hafa verið til fangavistar erlendis geti átt þess kost að flytjast til afplánunar í íslenskum fangelsum. Ráðherrunum var einnig falið að leita leiða til að auka stuðning við fanga sem afplána dóma við ófullnægjandi aðstæður þar sem almenn mannréttindi eru ekki trygg.

Á undanförnum árum hafa nokkrir Íslendingar verið dæmdir til fangelsisvistar í löndum sem gagnrýnd hafa verið fyrir slæman aðbúnað fanga. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins gætir, lögum samkvæmt, hagsmuna þeirra gagnvart þeim ríkjum sem í hlut eiga og geta samningar um flutning fanga til afplánunar í heimaríki reynst mikilvæg forsenda fyrir því starfi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta