Hoppa yfir valmynd
16. maí 2012 Utanríkisráðuneytið

Noregur og Liechtenstein taka undir sjónarmið Íslands í Icesave-málinu

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands
Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

Í gær rann út frestur til að skila skriflegum athugasemdum í Icesave-málinu. Fjögur ríki skiluðu athugasemdum til EFTA-dómstólsins: Bretland, Holland, Liechtenstein og Noregur. Noregur og Liechtenstein taka undir sjónarmið Íslands um að ríkisábyrgð á innstæðutryggingum verði ekki byggð á tilskipun um innstæðutryggingar án þess að það komi skýrt fram í tilskipuninni sjálfri.

Bretland og Holland telja hins vegar, eins og Eftirlitsstofnun EFTA, að stjórnvöldum beri samkvæmt tilskipuninnni að sjá til þess að innstæðutryggingakerfin skili þeim árangri sem að er stefnt. Jafnframt telja þau að málsástæður Íslands um óviðráðanlegar aðstæður hér í kjölfar bankahrunsins eigi ekki við.

Enginn umsagnaraðila víkur að málsástæðum Eftirlitsstofnunar EFTA um meinta mismunun innstæðueigenda.

Í Reykjavík, 16. maí 2012.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta