Hoppa yfir valmynd
16. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Sæeyru og sæbjúgu þrífast best á Eyrarbakka

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Sæbýli ehf er nýsköpunarfyrirtæki á Eyrarbakka sem byggir á grunni 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi. Fyrirtækið hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle ) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker.

SustainCycle tæknin miðar að því að að skapa bestu líffræðilegar aðstæður fyrir eldið á sama tíma og rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki. Sjálfbærni kerfisins felst í því að eldisvökvinn er nýttur svo vel að einungis er þörf á að skipta út 20% af rúmmáli hans á sólarhring. Í þessu felst gífurlegur orkusparnaður.

Nú er að hefjast framleiðsla á sæeyrum til útflutnings. Sæeyrun hafa verið í tilraunaeldi í nokkur ár sem hefur gefið góða raun. Stefnt er að því að ársframleiðslan nemi um 250 tonnum innan fimm ára.
Sæbýli ehf. hefur stundað tilraunaeldi á þremur tegundum botndýra, þ.e. japönskum sæeyrum, rauðum sæeyrum frá Kaliforníu og loks japönskum sæbjúgum sem er nýjasta verkefnið. Sæeyrun eru tilbúin til framleiðslu en sæbjúgun eru enn á rannsóknastigi.

Þátttakendur í verkefninu með Sæbýli eru Rannís (Tækniþróunarsjóður), Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Japönsku sæeyrun eru farin í uppskölun sem kallað er og verður framleiðsla á þeim aukin í áföngum á næstu fjórum til fimm árum. Nú eru þeir með um 200 þúsund sæeyru í eldi og nokkurn tíma tekur að koma þeim upp í markaðsstærð. Gert er ráð fyrir að sala á fyrstu sæeyrunum hefjist eftir tvö ár. Markaður er fyrir sæeyru víða um heim en stærsti hluti hans er þó í Asíu. Í heild er markaðurinn um 60 þúsund tonn en þyngd staks sæeyra er á bilinu 75-300 grömm.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta