Hoppa yfir valmynd
18. maí 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Enn dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Koldíoxíð.
Koldíoxíð.

Minni eldsneytisnotkun við fiskveiðar, í vegasamgöngum og byggingarstarfsemi er talin helsta ástæða þess að útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 3% á Íslandi milli áranna 2009  og 2010.

Í frétt Umhverfisstofnunar kemur fram að losunin var 4,5 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2010 en mest var hún árið 2008 þegar hún var tæplega 5 milljónir tonna CO2-ígilda.  Síðan hefur losun dregist saman um rúm 9%.

Þann samdrátt má rekja til ýmissa þátta, s.s. minni losunar frá stóriðju í kjölfar betri framleiðslustýringar. Þá er minni losun vegna byggingastarfsemi og sementsframleiðslu, sem skýrist af minni umsvifum í byggingariðnaði. Losun frá landbúnaði hefur einnig dregist saman, en þar munar mestu um samdrátt í notkun tilbúins áburðar, sem veldur losun hláturgass (N2O). 

Spár Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda gera ráð fyrir að Ísland muni standa við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist skv. Kýótó-bókuninni.

Frétt Umhverfisstofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta