Hoppa yfir valmynd
18. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015 – nýjar áherslur í atvinnumálum

Markmið fjárfestingaáætlunar fyrir Ísland (2013-2015) er að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt. Hún er sett fram á grunni þess að ríkissjóður endurheimti stóran hluta af þeim fjármunum sem lagðir voru fram til að endurfjármagna bankakerfið og að með nýjum lögum um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld fái þjóðin aukna hlutdeild af arði sjávarauðlinda.

Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland byggir á þeim rökum að við núverandi stöðu efnahagsmála sé skynsamlegt að umtalsverðum hluta þeirra  fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum og hluti auðlindagjalda sé best varið með því að fjárfesta með skipulögðum og markvissum hætti í innviðum samfélagsins, í almannaþágu. Þannig styrkist undirstaða hagvaxtar og tekjugrunnur ríkissjóðs til framtíðar.

Ríkisfjármálaáætlun er að sjálfsögðu í forgangi eins og áður og fjárfestingaáætlunin mun engu breyta um markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2014. Auknar fjárfestingar og kraftmeiri efnahagsbati mun styðja þá vegferð.

Við undirbúning fjárfestingaráætlunar og forgangsröðun verkefna var byggt á fyrirliggjandi stefnumótun stjórnvalda í ríkisfjármálum, efnahagsmálum og Ísland 2020.

Kveikjuna að gerð þessarar fjárfestingaáætlunar má meðal annars rekja til hugmynda sem Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kom á framfæri við forystu ríkisstjórnarinnar undir lok síðasta árs. Voru hann og Heiða K. Helgadóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar höfð með í ráðum í upphafi vinnslunnar og við lok hennar. Guðmundur mun koma að framkvæmd áætlunarinnar í gegnum ráðherranefnd um atvinnumál.

Fjármögnun og fyrirvarar

Alls er gerð tillaga um verkefni sem leiða af sér fjárfestingu fyrir um 88 ma.kr., þar af er gert ráð fyrir að 39 ma. verði fjármagnaðir úr fjárfestingaráætluninni. Fjármögnun er tvíþætt:

  • 17 milljarðar koma af sérstöku veiðigjaldi og leigu aflahlutdeilda, og eru þau áform með fyrirvara um samþykkt fyrirliggjandi frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, en alls má gera ráð fyrir að aukin veiðigjöld skili milli 40 og 50 milljörðum króna næstu þrjú ár.
  • 22 milljarðar koma af arði og eignasölu hluta ríkisins í bönkum, skv. framtíðarsýn Bankasýslu ríkisins og eru með fyrirvara um að þær hugmyndir gangi eftir.  Ætla má að allt að 75 milljarðar komi í hlut ríkisins úr bönkunum næstu þrjú ár. Stærstur hluti þess fjár mun renna til fjármögnunar ríkisfjármálaáætlunar.

Fjárfestingar og verkefni fjármögnuð af veiðigjaldi

Líkt og áður segir rennur hluti sérstaks veiðigjalds, skv. nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra, til valinna þátta í fjárfestingaáætluninni, frá og með árinu 2013. Árið 2012 renni sérstaka veiðigjaldið í til þess að styrkja stöðu ríkissjóðs.

Frá og með árinu 2013 renni:

  1. 2.500 m.kr. árlega til fjármögnunar á samgönguáætlun/jarðgangaáætlun
  2. 2.000 m.kr. árlega til eflingar rannsóknasjóðs- og tækniþróunarsjóðs
  3. 1.200 m.kr. árlega til atvinnuþróunar og sóknaráætlana á vegum landshlutasamtaka

Gert verði ráð fyrir að framlag til sóknaráætlana landshluta verði fjármagnaður af leigutekjum aflaheimilda á Kvótaþingi (40%). Þessi fjárfestingaáform eru með fyrirvara um samþykkt frumvarpa um fiskveiðistjórnun og veiðigjald.

Fjárfestingar og verkefni fjármögnuð af arði og eignasölu

Önnur fjárfestingarverkefni eru sett fram með fyrirvara um að áætlanir um arð og eignasölu af bönkum gangi eftir. 

Fjárfestingaáætlun til þriggja ára

        Alls árin      
        2013-2015 2013 2014 2015
Fjármögnun með sérstöku veiðigjaldi 17.100 5.700 5.700 5.700


Samgöngumannvirki 7.500 2.500 2.500 2.500


Rannsókna- og tækniþróunarsjóðir 6.000 2.000 2.000 2.000



Rannsóknasjóður
750 750 750



Tækniþróunarsjóður
750 750 750



Markáætlanir
500 500 500


Sóknaráætlun landshluta 3.600 1.200 1.200 1.200








Fjármögnun með arði og eignasölu 22.021 10.695 6.638 4.438

Efling vaxandi atvinnugreina, alls 8.914 3.638 2.638 2.638


Ferðaþjónusta 2.250 750 750 750



Uppbygging ferðamannastaða 1.500 500 500 500
      Innviðir friðlýstra svæða 750 250 250 250


Skapandi greinar 2.814 938 938 938



Kvikmyndasjóður 1.464 488 488 488



Verkefnasjóður skapandi  greina 750 250 250 250
      Netríkið Ísland 600 200 200 200


Græna hagkerfið 3.850 1.950 950 950



Grænar fjárfestingar 150 50 50 50



Grænn fjárfestingarsjóður 1.000 1.000




Grænkun fyrirtækja 1.500 500 500 500



Vistvæn innkaup 600 200 200 200



Orkuskipti í skipum 600 200 200 200

Fasteignir 13.107 7.057 4.000 1.800



Viðhaldi fasteigna ríkisins flýtt 1.750 1.500 500 -500



Viðhald/vextir 9.250 4.000 3.000 2.000



Leigutekjur -7.500 -2.500 -2.500 -2.500



Fangelsi 2.000 1.000 1.000  
      Herjólfur/Landeyjarhöfn 2.300 1.000 1.300  



Menntavísindahús 1.300  
1.300



Hús íslenskra fræða 2.400 800 800 800



Náttúruminjasafn/sýning 500 500




Háskólinn á Akureyri 257 57 200



Húsafriðunarsjóður   600 200 200 200



Leiguíbúðir, framlag í eigið fé ÍLS 2.000 2.000

Eftirfarandi tafla setur áætlunina í samhengi við þjóðhagsstærðir og dregur fram viðbótarfjárfestingar sem henni tengjast og af áætluninni leiða.




2013-15 2013 2014 2015
         
Fjárfestingaráætlun, samtals 39.121 16.395 12.338 10.138

Verg landsframleiðsla, á föstu verðlagi 1.762.797 1.714.347 1.762.349 1.811.695

Hlutfall af VLF 2,2% 0,9% 0,7% 0,6%

Viðbót vegna:





Leiguíbúðir fjárfesting 40.000 10.000 20.000 10.000


Tækniþróunarsjóður, framlag fyrirtækja 3.000 1.000 1.000 1.000


Happdrætti 1.000 500 250 250
    Leifstöð/Keflavíkurflugvöllur 5.500 500 2.500 2.500

Samtals 88.371 28.395 36.088 23.888

Hlutfall af VLF 5,2% 1,7% 2,0% 1,3%

Áhrif af fjárfestingaráætlun fyrir Ísland fyrir atvinnustig, vöxt landsframleiðslu og tekjur ríkissjóðs hafa verið metin í þjóðhagslíkani. Meðfylgjandi er yfirlit um áhrif á lykilstærðir:

Breyting frá fyrra ári, % 2013 2014 2015
Grunnspá Hagstofu      
Landsframleiðsla 2,5 2,8 2,8
Fjárfesting 8,4 9,9 -1,5
Atvinnuleysi , % af mannafla 5,5 5,2 4,6
Utanríkisverslun: Jöfnuður vöru og þjónustu, % af VLF                
7,7 6,9 8,0
Frávik: Fjárfestingaáætlun      
Landsframleiðsla 3,1 3,3 2,5
Fjárfesting 18,9 12,4 -5,1
Atvinnuleysi, % af mannafla 5,1 4,6 4,2
Utanríkisverslun: Jöfnuður vöru og þjónustu, % af VLF 6,4 5,2 6,6
Skatttekjur ríkissjóðs, aukning, m.kr. 3.300 6.700 6.900

Rétt er að taka fram að hér er um afar varfærið mat á þjóðhagslegum áhrifum  að ræða. Gert er ráð fyrir að fjárfestingaráætlunin í heild skapi 4.000 bein störf, en m.v. algengar forsendur um óbein og afleidd störf má ætla að heildaráhrifin verði um 11.000 störf.  Mun varfærnari forsenda er hins vegar notuð í töflunni að ofan sem byggð er á þjóðhagslíkani.

Þau auknu efnahagsumsvif sem felast í þessari áætlun munu auka skatttekjur og draga úr kostnaði vegna atvinnuleysis. Áætlað er að ríkissjóður fái aukna skatttekjur sem gætu numið um 17 milljörðum króna á þremur árum og sparað 2-3 milljarða vegna minna atvinnuleysis.

Mynd sem sýnir að ríkissjóður fái auknar skatttekjur á árunum 2013 til 2015 sem gætu numið alls um 17 milljörðum króna og sparað 2-3 milljarða vegna minna atvinnuleysis

Ráðherranefnd um atvinnumál mun fylgja áætluninni eftir í samvinnu við fagráðherra, eftir því sem við á. Verkefnin munu birtast í rammafjárlögum til næstu fjögurra ára, fjárlögum 2013 og fela í sér viðbótarfjármagn fyrirliggjandi áætlana þ.m.t. þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011-2022.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta