Hoppa yfir valmynd
18. maí 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um Árósasamninginn 30. maí

Gönguhópur.
Gönguhópur.

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir málþingi um Árósasamninginn, þar sem fjallað verður um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum og aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ákvarðanatöku í umhverfismálum.

Alþingi samþykkti síðastliðið haust fullgildingu Árósasamningsins og tóku lög þar að lútandi gildi 1. janúar sl. Árósasamningurinn var gerður í Árósum í Danmörku árið 1998 og var Ísland meðal þeirra 38 ríkja sem undirrituðu hann.

Samningurinn tengir saman umhverfismál og mannréttindi þar sem hann byggist á því að fullnægjandi verndun umhverfisins sé nauðsynleg fyrir velferð mannsins og það að geta notið grundvallarmannréttinda. Samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að tryggja almenningi að geta haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið.

Á málþinginu verður fjallað um þýðingu og áhrif samningsins og hverju hann breytir fyrir stjórnvöld, almenning, félagasamtök og hagsmunaaðila. Fjallað verður um samráð við gerð skipulags og mat á umhverfisáhrifum, mikilvægi samráðs og upplýsinga til almennings. Þá verður fjallað um viðhorf atvinnulífs og félagasamtaka á sviði útivistar og umhverfisverndar til samningsins.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpar þingið.

Málþingið fer fram miðvikudaginn 30. maí næstkomandi í Þjóðminjasafninu. Það er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá málþingsins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta