Hoppa yfir valmynd
21. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Varalandbúnaðarráðherra Kína í opinberri heimsókn

Gao Hongbin og Steingrímur J. Sigfússon
Gao Hongbin og Steingrímur J. Sigfússon

Miðvikudaginn 16. maí kom í heimsókn og til viðtals við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varalandbúnaðarráðherra Kína Gao Hongbin ásamt 7 manna föruneyti.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fræddi kínverska ráðherrann um stöðu sjávarútvegsmála og fyrirkomulag þeirra ásamt því sem hann og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri skýrðu íslenskan landbúnað og svöruðu fyrirspurnum. Kínverski ráðherrann ræddi sömuleiðis þessi mál hvað Kína varðar. Svo skiptust ráðherrarnir á vinargjöfum.
Að loknum fundi var farið með kínversku sendinefndina í Lambhaga þar sem Hafberg Þórisson garðyrkjumaður og eigandi tók á móti fólkinu, fræddi það og bauð upp á léttan hádegisverð með íslensku grænmeti.
Þá lá leiðin í HB-Granda þar sem Torfi Þorsteinsson, framleiðslustjóri, tók á móti hópnum og kynnti þeim starfsemi fyrirtækisins.
Fimmtudaginn 17. maí lá svo leiðin í Landgræðslu ríkisins þar sem Almar Sigurðsson fræðslufulltrúi skýrði starfsemi stofnunarinnar. Með í för voru Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri og Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri. Kínverjarnir voru svo kvaddir með hádegisverði á Hótel Rangá.

Fundað með Kínverjum 16. maí 2012
Kínverski ráðherrann í heimsókn í GrandaHafberg Þórisson í Lambhaga og Gao Hongbin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta