Hoppa yfir valmynd
22. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Á eftir farfugli kemur ferðamaður

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Fuglaskoðun nýtur stöðugt meiri vinsælda og árlega kemur hingað mikill fjöldi ferðamanna - vopnaðir myndavélum og sterkum sjónaukum - til að sinna þessu áhugamáli sínu. Fuglaskoðunarferðir eru enn eitt dæmið um þá fjölbreyttu flóru ferðaþjónustu sem ferðamönnum á Íslandi býðst.

Þjónusta við fuglaáhugamenn hefur þróast mikið á síðustu árum og eru í boði fjölbreyttar fuglaskoðunarferðir um allt land – bæði fyrir þá sem eru ástríðufullir fuglaskoðunarmenn og einnig alla hina sem vilja kíkja sem snöggvast inn í ævintýraveröld fuglanna.

Íslandsstofa er þessa dagana að kanna áhuga fyrirtækja í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara á þátttöku í sýningunni Birdfair sem fer fram í Rutland á Englandi 17.-19. ágúst nk.  Þetta er í fjórða sinn sem Íslandsstofa skipuleggur þátttöku í þessari fjölsóttu og mikilvægu sýningu. Markmiðið með þátttöku Íslands á sýningunni er að kynna landið sem áfangastað til fuglaskoðunar fyrir erlenda fuglaskoðara. Rúmlega 20 þúsund manns sækja sýninguna á ári hverju og sýnendur, um 300 talsins, koma víða að úr heiminum.

Tekið skal fram að íslenski sýningarbásinn er ekki stór í sniðum og því verður nauðsynlegt að takmarka fjölda sýnenda og reiknað er með að velja þurfi úr hópi umsækjenda. 

Íslandsstofa veitir allar nánari upplýsingar

Vefur sýningarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta