Úthlutun úr barnamenningarsjóði 2012
Barnamenningarsjóður starfar skv. reglum nr. 594/2003 og er meginhlutverk hans að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Auglýst var eftir umsóknum 18. febrúar sl. og rann umsóknarfrestur út 20. mars sl. Sjóðnum bárust alls 80 umsóknir frá 75 aðilum fyrir 41.915.147,- kr. Úthlutun árið 2012 hefur farið fram og hlutu eftirfarandi styrki úr sjóðnum:
Umsækjandi og verk |
Upphæð |
Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir vegna bókarinnar Hulstur utan um sál, | 200.000,00 |
Ánægjuhópurinn vegna stuttmyndar fyrir unglinga | 200.000,00 |
Stofnun Gunnars Gunnarssonar vegna fræðsluefnis fyrir börn um fornleifauppgröft | 200.000 |
Kammersveit Reykjavíkur vegna námskeiðs í tónsmíðum | 150.000,00 |
Listasafn Árnesinga vegna myndlistarkynningar í samvinnu við bókasöfn | 100.000,00 |
Jóhann Björnsson vegna bókar um heimspeki | 100.000,00 |
Eva Ísleifsdóttir vegna myndlistarnámskeiðs | 150.000,00 |
Hafdís Huld Þrastardóttir vegna tónleikaferðar um landið | 100.000,00 |
Kristín Halla Bergsdóttir og Jóhanna Marín Óskarsdóttir vegna verkefnisins Tónadans | 200.000,00 |
Þjóðleikur á Norðurlandi vegna leiklistarhátíðar | 200.000,00 |
Töfralampinn vegna kvikmyndafræðslu fyrir börn | 150.000,00 |
Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir vegna verkefnisins Fjörkálfur | 100.000,00 |
Halla Þórlaug Óskarsdóttir til uppsetningar leikritsins Agnar Smári - Tilþrif í tónlistarskólanum | 200.000,00 |
Menningarfélagið Hof vegna verkefnisins Börn fyrir börn | 150.000,00 |
Menningarfélagið Berg vegna barnamenningarhátíðar í Dalvíkurbyggð | 150.000,00 |
Möguleikhúsið til undirbúnings á uppsetningu leikverksins Eldbarnið | 400.000,00 |
Minningarsjóðurinn Óskasteinar til útgáfu á bók með söngtextum Hildigunnar Halldórsdóttur | 200.000,00 |
Mýrin vegna barnabókmenntahátíðar haustið 2012 | 300.000,00 |
B.G. Music vegna tónleikaferðar um landið | 100.000,00 |
Minjasafn Austurlands vegna verkefnisins Heyskaparhættir áður fyrr | 150.000,00 |
Hallfríður Ólafsdóttir vegna uppsetningar á Maxímús Músíkus bjargar ballettinum. | 200.000,00 |