Hoppa yfir valmynd
24. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Af íslenskum „monsterum“, mönnum og hestum í amerísku sjónvarpi

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ísland hefur verið töluvert í sviðsljósi erlendra fjölmiðla undanfarið. Sigursveit Músíktilrauna 2010, Of Monsters and Men, þreyttu frumraun sína í sjónvarpi vestanhafs þegar sveitin flutti sitt vinsælasta lag, Little talks, í spjallþætti Jimmy Fallon við góðar undirtektir gesta. Og í lok júní munu þau verða gestir í þætti  Jay Leno.  Hér má sjá þátt Jimmy Fallon.

Ísland var einnig í aðalhlutverki í þætti sjónvarpskonunnar Mörthu Stewart nýverið, en meðal gesta þáttarins voru forsetafrú Íslands, Dorritt Moussaief, auk íslenska hestsins. Hér má sjá þáttinn.

Þá komu útsendarar Everyday Show nýverið til landsins og tóku upp talsvert af efni. Everyday Show er morgunþáttur á vegum Fox sjónvarpsstöðvarinnar sem sýndur er í Denver og nágrenni. Þessi heimsókn var í tengslum við opnun nýrrar flugleiðar Icelandair milli Denver og Keflavíkur.

Og er þá aðeins fátt eitt talið ...

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta