Hoppa yfir valmynd
24. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á fundi með framkvæmdastjóra stækkunarmála ESB

Forsætisráðherra átti í dag fund með Stefan Füle, framkvæmdastjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Stjórnarráðinu. Meginefni fundarins var að ræða stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins, en jafnframt var rætt um sameiginlegan vinnuhóp Íslands og ESB um afléttingu gjaldeyrishaftanna. Füle fundaði fyrr í dag með utanríkisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, auk þess sem hann heimsótti Hellisheiðarvirkjun og fundaði með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi í Árborg.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta