Afhending trúnaðarbréfs í Ísrael
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti 24. maí 2012 Shimon Peres, forseta Ísraels, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Ísrael með aðsetur í Reykjavík.
Í tengslum við afhendinguna átti Benedikt stutt samtal við forsetann um tvíhliða samskipti landanna. Ræddi Peres í samtali þeirra m.a. um heimsókn sína til Íslands á sínum tíma og ferðir íslenskra ráðamanna til Ísraels.
Af þessu tilefni átti sendiherrann einnig fundi með starfsmönnum utanríkisráðuneytis Ísraels, þar sem rætt var um málefni Mið-Austurlanda, samskipti Ísraels og Palestínu og samskipti Íslands og Ísraels.