Samstarfshópur um velferðarmál á Suðurnesjum
Stýrihópur velferðarvaktarinnar hélt í vikunni stöðufund með Suðurnesjavaktinni; samstarfshópi um velferðarmál á Suðurnesjum. Á fundinum var farið yfir helstu þætti velferðarmála sem vaktin fylgist sérstaklega með á Suðurnesjum, árangur ýmissa aðgerða og úrræða og hvernig einstakir þættir hafa þróast. Suðurnesjavaktin sem starfar á vegum velferðarvaktarinnar var sett á fót í byrjun árs 2011 að ósk heimamanna með það að markmiði að efla samstarf sveitarfélaganna á svæðinu um velferðarmál og samvinnu við ríkisstofnanir og félagasamtök til að styrkja stöðu Suðurnesjanna.