Hoppa yfir valmynd
29. maí 2012 Matvælaráðuneytið

Breski orkumálaráðherrann á Íslandi 30. og 31. maí

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands kemur til Íslands á morgun, miðvikudaginn 30.maí. Klukkan 16.20 mun hann ásamt Oddnýju G Harðardóttur, iðnaðarráðherra undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu landanna varðandi orkumál.Undirskriftin fer fram í Hellisheiðarvirkjun. 

Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram vilji þjóðanna til að styrkja vináttutengsl sín og er lögð áhersla á mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa og samvinnu í þróun jarðhitanýtingar í Bretlandi við uppbyggingu hitaveitu. Einnig er sameiginlegur áhugi á jarðvarma í þróunarlöndum með áherslu á verkefni í Austur Afriku.

Á fimmtudagsmorgun mun breski ráðherrann m.a. flytja ávarp á ráðstefnu sem haldin er í Arionbanka og ber yfirskriftina

“Orkumál Evrópu  - tækirfæri fyrir íslensk fyrirtæki?

Á evrópskum orkumarkaði eru miklar hræringar. Breytt umhverfi felur í sér ný sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki. Á ráðstefnunni verður farið ítarlega yfir þessi mál og áhersla lögð á þau tækifæri sem bjóðast íslenskum orkufyrirtækjum. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion banki og Orkustofnun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta