Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Stralsund í Þýskalandi
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tekur þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins (Council of Baltic Sea States) á miðvikudag og fimmtudag. Þjóðverjar fara með formennsku í Eystrasaltsráðinu og er fundurinn haldinn í norðanverðu Þýsklandi, í bænum Stralsund.
Meginumræðuefni á fundinum verða á sviði orkumála og velferðarmála, svo og samkeppnishæfni ríkja í Eystrasaltsráðinu.