Hoppa yfir valmynd
29. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Stralsund í Þýskalandi

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tekur þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins (Council of Baltic Sea States) á miðvikudag og fimmtudag. Þjóðverjar fara með formennsku í Eystrasaltsráðinu og er fundurinn haldinn í norðanverðu Þýsklandi, í bænum Stralsund.

Meginumræðuefni á fundinum verða á sviði orkumála og velferðarmála, svo og samkeppnishæfni ríkja í Eystrasaltsráðinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta