Margir vilja flytja erindi á ráðstefnu um tölfræði í ferðaþjónustu
Dagana 14.-16. nóvember n.k. verður haldin í Hörpu alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu (Global Forum on Tourism Statistics). Nýlega rann út frestur til að senda inn erindi á ráðstefnuna og voru viðtökur mjög góðar. Alls bárust ágrip af 50 erindum frá fræðimönnum í 20 löndum. Val á erindum stendur nú yfir en reikna má með að á bilinu 20-25 erindi verði á ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar mun liggja fyrir í lok júní.
Ráðstefnan er haldin annað hvert ár af EUROSTAT (Hagstofu Evrópusambandsins) og ferðamálanefnd OECD. Að þessu sinni er hún haldin í samvinnu við ráðuneyti ferðamála (iðnaðarráðuneytið), Hagstofu Íslands, Ferðamálastofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef ráðstefnunnar