Fundur Eystrasaltsráðsins – orkuöryggi og hækkandi meðalaldur
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem lauk í dag í Stralsund í Þýskalandi.
Aðildarríki Eystrasaltsráðsins eru Norðurlöndin fimm, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland auk þess sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á aðild að ráðinu.
Forsætisráðherrarnir ræddu annars vegar um orkumál og orkuöryggi á svæðinu, en hins vegar um áhrif lýðfræðilegra breytinga í ríkjunum, þar sem meðalaldur fer hækkandi og sífellt stærri hluti þjóðanna nær lífeyrisaldri, jafnframt því sem barneignum fækkar.
Þýskaland lætur nú af formennsku og tekur Rússland við formennskunni næsta árið.