Hoppa yfir valmynd
1. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Annar hæsti styrkurinn til Íslands

Fimm verkefni undir íslenskri stjórn fá styrki frá Norrænu ráðherranefndinniAnnar hæsti styrkurinn, sem veitt er úr norrænu lista- og menningaráætluninni að þessu sinni rennur til Sjálfstæðu leikhúsanna, bandalags atvinnuleikhópa, fyrir verkefnið „Dansað í auðninni“ (Wilderness Dance). Styrkfjárhæðin er 60.000 evrur. Í lýsingu á verkefninu segir m.a. að tíu danshópar, sem hafa aðsetur á jaðarsvæðum Norðurlanda taki þátt í því.
Þá hlýtur Draumasmiðjan styrk til að mynda tengsl milli leikhópa sem starfa með og fyrir heyrnarskerta.
Einnig fá styrki myndlistar – og gjörningahátíðin Sequences og Æringur, sem er alþjóðleg, listamannarekin myndlistarhátíð, sem fer fram úti á landsbyggðinni, á nýjum stað ár hvert og er sett upp í óháðum rýmum. Þá fær Reykjavík Dance Festival einnig styrk fyrir verkefni á yfirstandandi ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta