Nýtt skipurit velferðarráðuneytisins
Skrifstofum velferðarráðuneytisins fækkar út átta í sex samkvæmt nýju skipuriti sem tók gildi í dag. Endurskoðun á innra skipulagi ráðuneytisins hefur staðið yfir síðustu mánuði með áherslu á að styrkja skrifstofur, skýra verkaskiptingu og auka skilvirkni.
Skrifstofa fjárlaga og greiningar og skrifstofa hagmála hafa verið sameinaðar í skrifstofu hagmála og fjárlaga. Skrifstofa yfirstjórnar hefur fengið nýtt heiti og aukin verkefni og heitir nú skrifstofa samhæfingar og þróunar. Skrifstofa réttindaverndar hefur verið lögð niður og verkefni hennar flutt á aðrar skrifstofur.
Skrifstofur velferðarráðuneytisins eru eftirtaldar: