Skýrsla um frumgreinanám
Í viðbrögðum mennta- og menningarmálaráðuneytis við skýrsluna kemur fram að það getur tekið undir athugasemd Ríkisendurskoðunar um samhengi milli frumgreinanáms og almenns framhaldsskólanáms á Íslandi. Hvað varðar fyrirsjáanlegar breytingar á lagaumgjörð frumgreinanáms er vísað til frumvarps um breytingu á lögum nr. 63/2006 um háskóla, sem lagt hefur verið fram á Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011‒2012. Samkvæmt 19. gr. þeirra laga er háskólum heimilt, að fengnu samþykki ráðuneytis, að bjóða upp á aðfararnám fyrir einstaklinga, sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla. Í frumvarpinu er m.a. gerð tillaga í þá veru að ráðherra verði heimilt að gefa út reglur um umgjörð og inntak aðfaranáms í háskólum og með því skapast svigrúm til frekari samræmis frumgreinanáms / aðfararnáms við lög um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu.
- Sjá nánar á vef Ríkisendurskoðunar.
- Skýrsla Ríkisendurskoðunar