Hoppa yfir valmynd
4. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Einar Már Guðmundsson heiðraður

Mennta- og menningarmálaráðherra heiðraði Einar Má Guðmundsson rithöfund í tilefni af því að hann hlaut Norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar.

Einar Már
Einar Már

Sænska akademían veitti Einari Má Guðmundssyni Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár.
Akademían hefur veitt þessi verðlaun árlega frá 1986. Þau þykja einhver mesti heiður sem norrænum rithöfundi getur hlotnast og eru gjarnan nefnd norrænu nóbelsverðlaunin eða „litli Nóbelinn“. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hélt Einari Má hóf af þessu tilefni og ræddi meðal annars í ávarpsorðum sínum um breiddina í höfundarverki hans og þá sterku réttlætiskennd, sem birtist t.d. í samfélagsrýni hans.

Einar Már Guðmundsson er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin, Thor Vilhjálmsson fékk þau árið 1992 og Guðbergur Bergsson árið 2004. Í fyrra hlaut Ernst Håkon Jahr verðlaunin, þar áður Per Olov Enquist og árið 2009 féllu þau í skaut Kjell Askildsen.

Einar Már er fjölhæfur höfundur sem hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð en einnig efni um samfélagsmál og menningu. Hann hefur hlotið ýmis konar verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995, norsku Bjørnsonverðlaunin og Karen Blixen heiðursverðlaunin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta