Hoppa yfir valmynd
4. júní 2012 Matvælaráðuneytið

Þrjár viðskiptahugmyndir sem munu örugglega fá brautargengi!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

19 konur bættust fyrir helgi í hóp þeirra 933 kvenna sem lokið hafa Brautargengisnámskeiðinu. Að þessu sinni fengu þrjár konur sérstaka viðurkenningu fyrir viðskiptaáætlanir sínar.

Margrét Sveinbjörnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestakynninguna. Fyrirtækið Brúarsmiðjan á að brúa bilið milli skapandi greina og ferðaþjónustu annars vegar og  fræða og ferðaþjónustu hins vegar.  Markmiðið er að búa til hágæða menningarferðaþjónustu með áherslu á upplifun.  Margrét þótti kynna hugmyndina á einkar sannfærandi hátt, af ástríðu og fagmennsku í senn.

Brynja Þóra Guðnadóttir fékk viðurkenningu fyrir mest lofandi nýsköpunarfyrirtækið, en hún og tveir aðrir húsgagnasmiðir hyggjast stofna fyrirtæki sem framleiðir hágæða hönnunarvöru úr úrgangsvið og grisjunarvið úr íslenskum skógum.  Hugmyndirnar eru mjög lofandi og er ætlunin að tileinka fyrsta árið vöruþróun eingöngu og byggja vel undir þá hágæða vöru sem ætlunin er að framleiða.  

María Lóa Friðjónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu viðskiptaáætlunina.  NýNa skal vera fyrirtæki á sviði ráðgjafaþjónustu sem mun létta Íslenskum aðilum að sækja styrkjafé til Evrópusambandsins, undir yfirskriftinni: Liggur styrkur þinn hjá okkur? Stefnumótun fyrirtækisins er vel ígrunduð, ítarleg og líkleg til árangurs.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta