Lærum hvert af öðru - virkjun grunnþáttanna
Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun í samstarfi við K.Í. og S.Í.S. efna til ráðstefnu 31. ágúst nk. um grunnþætti í nýrri menntastefnu.
Lærum hvert af öðru - virkjun grunnþáttanna
Málþing haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst, frá kl. 13:30-16:30.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti í nýrri menntastefnu. Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011.
Grunnþættir í menntun eru: Læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þeir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru, einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi.
- Á málþinginu verður fjallað um innleiðingu grunnþáttanna í skólastarf og þar gefst tækifæri til að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga.
- Nánari upplýsingar á namskra.is/malthing