Hoppa yfir valmynd
7. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þjóðskjalavörður lætur af störfum

Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður óskar eftir lausn frá embætti.

Ólafur Ásgeirsson
Ólafur Ásgeirsson

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur fallist á beiðni Ólafs Ásgeirssonar þjóðskjalavarðar um lausn frá störfum. Ólafur hefur verið þjóðskjalavörður frá árinu 1984 og var þar áður skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann hefur á giftusömum starfsferli sínum í safninu gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir ráðuneytið og samtök á sviði skjalavörslu hér á landi og erlendis.

Ráðuneytið þakkar honum vel unnin störf og óskar honum farsældar. Staða þjóðskjalavarðar verður auglýst laus til umsóknar innan tíðar en Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður gegnir henni þar til ráðið hefur verið í starfið að nýju.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta