Hoppa yfir valmynd
8. júní 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurðarnefnd um yfirtöku Landsbankans hf. á SpKef sparisjóði hefur kveðið upp úrskurð

Úrskurðarnefnd sem sett var á laggirnar með samningi milli íslenska ríkisins og Landsbankans hf. í því skyni að skera úr um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði kvað upp úrskurð þann 7. júní 2012.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á innstæðum og eignum SpKef sparisjóðs skyldi nema samtals kr. 19.198.000.000. Með úrskurðinum er endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði.

Uppgjör til Landsbankans verður samkvæmt samningi aðila í formi ríkisskuldabréfs (RIKH 18), sem er á gjalddaga þann 9. október 2018.

SpKef sparisjóður var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010 í því skyni að taka við eignum og innstæðuskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík samkvæmt ákvörðun FME með vísan til heimildar í 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.

Með framangreindri greiðslu til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuldum í SpKef sparisjóði, er íslenska ríkið að efna þau fyrirheit að tryggja allar innstæður hér á landi og óskert aðgengi innstæðueigenda að fjármunum sínum á hverjum tíma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta