Skóflustunga á Háskólahátíð
Fyrsta skóflustunga Katrínar Jakobsdóttur í embætti mennta- og menningarmálaráðherra
Laugardaginn 9. júlí var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gestur Háskólans á Akureyri á Háskólahátíð, en fyrr um daginn voru 284 kandidatar brautskráðir frá skólanum. Þar tók ráðherra fyrstu skóflustungu að fimmta og síðasta áfanga bygginga skólans á Sólborg að viðstöddum Stefáni B. Stefánssyni, rektor og fjölda gesta. Þess má geta að þetta er fyrsta skóflustunga sem Katrín tekur í embætti sínu sem ráðherra.
- Nánar má lesa um hátíðahöldin á vef Háskólans á Akureyri.