Hoppa yfir valmynd
12. júní 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tillögur starfshóps um vinnuumhverfi forstöðumanna

Starfshópur, skipaður af fjármálaráðherra, skilaði á dögunum greinagerð sem fjallar um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna.

Starfshópinn var skipaður bæði fulltrúum úr röðum forstöðumanna og stjórnsýslunnar. Annars vegar fór hópurinn yfir ytra starfsumhverfi forstöðumanna þ.e. þann lagaramma sem stofnunum er almennt búinn svo og framkvæmd innan rammans. Hins vegar skoðaði hópurinn stöðu forstöðumannsins sjálfs.

Tillögur starfshópsins taka bæði á ytri og innri þáttum í starfsumhverfi forstöðumanna. Hvað ytri þættina varðar gerir hópurinn það að tillögu sinni að sjálfstæði og ábyrgð stjórnenda á stefnumörkun og rekstri sinna stofnana verði skilgreind með skýrum hætti. Jafnframt verði tryggt að ráðherra og þing hafi skýrt mótaðar leiðir til að kalla viðkomandi forstöðumann til ábyrgðar. Þá leggur starfshópurinn til að sett verði í gang endurskoðun bæði á starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og fjárlagaferlinu í heild þar sem horft verði til sjónarmiða, tillagna og ábendinga forstöðumanna.

Markmiðið með öllum þessum breytingum verði að auðvelda forstöðumönnum að sinna þeim fjölþættu hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna við rekstur sinna stofnana.

Nánar má lesa um tillögur starfshópsins í greinagerðinni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta