Hoppa yfir valmynd
14. júní 2012 Matvælaráðuneytið

Þegar neyðin er stærst ... er nýja 112 Iceland „appið“ næst!

112 Iceland er nýtt snjallsímaforrit eða „app“ fyrir ferðafólk.  Með forritinu geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð, „brauðmola“, en slíkar upplýsingar geta skipt sköpum ef óttast er um afdrif viðkomandi ferðalanga og leit þarf að fara fram. Ekki er þörf á gagnasambandi til þess að nýta forritið, hefðbundið GSM samband nægir.

Valitor þróaði  forritið  í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Stokk en  því er ætlað að auka  öryggi ferðamanna hér á landi og þéttir það öryggisnet sem fyrir er í landinu. Að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Valitor hefur nú afhent þessum samstarfsaðilum nýja forritið til frjálsra nota og styður þannig hið mikilvæga öryggis- og forvarnarstarf þeirra.

Það skal skýrt tekið fram að þessum hugbúnaði er ekki ætlað að leysa önnur öryggistæki á borð við neyðarsenda eða talstöðvar af hólmi. Hins vegar er forritið nýja gagnleg viðbót sem nýtist hinum mikla fjölda fólks er notar snjallsíma og þéttir þannig það öryggisnet fjarskipta sem fyrir er í landinu.

112 Iceland appið er frítt og er í boði fyrir bæði iOS og Android.

» 112 Iceland á Google Play(Android)    


»
112 Iceland í App Store(Apple)   


Nánari upplýsingar má finna á safetravel.is

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum