Hoppa yfir valmynd
15. júní 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

6. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Borgartún 30 - skrifstofa Sambands ísl. sveitarfélaga - Allsherjarbúð.
  • Fundartími:      Föstudagur 15. júní 2012, kl. 10:30 – 12:00

Nefndarmenn:

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Ellý Alda Þorsteinsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
  • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
  • Fjarverandi:     Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands, Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti

Aðrir fundarmenn: Sigurður Helgason, ráðgjafi, Hermann Bjarnason, Margrét Erlendsdóttir og Einar Njálsson.

Fundarefni

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2.      RAI-matið – getur það stutt yfirfærsluna með tilliti til gæðaeftirlits og sem mælistika á deilingu fjármagns ?

Ingibjörg Hjaltadóttir kom á fundinn og kynnti matskerfið. Hún lýsti eiginleikum kerfisins ítarlega og mismunandi aðferðum til þess að vega saman gæðaviðmið og fjárhagsleg gildi. Þetta samspil á að geta  tryggt, eins og kostur er, réttláta dreifingu fjármuna. Hún lýsti einnig uppbyggingu 18 gæðavísa og þróun sem þeir sýna á tímabilinu 1999-2009. Athyglisvert er að einungis einn gæðavísir sýnir bætt ástand.

Miklar umæður spunnust að kynningu lokinni og svaraði Ingibjörg fyrirspurnum greiðlega.

Harpa greindi frá því að Efling hafi gert könnun meðal sinna félagsmanna á vinnuálagi starfsmanna á hjúkrunarheimilum. Könnunin leiddi í ljós að álag á starfsmenn hefur aukist. Könnunin er aðgengileg á heimasíðu Eflingar.  

3.      Starf sérfræðiteyma.

Dagskrárliðnum var frestað.

4.      Könnun á högum og líðan eldri borgara.

Dagskrárliðnum var frestað.  

5.      Næsti fundur.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 6. september 2012, kl. 14:00 – 15:30

Fundi lauk kl. 12:00/  Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta