Hoppa yfir valmynd
15. júní 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samráðshópi falið að vinna aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa skipað samráðshóp til að semja aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks á aldrinum 18–35 ára.

Ákvörðunin byggist á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að kappkostað skuli að því „að byggja upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði“.

Verkefni hópsins er að gera tillögu að stefnumótandi aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks þar sem fram komi skýr framtíðarsýn um margbreytilegt samfélag sem byggir á jafnrétti og jöfnum tækifærum. Tillagan skal innihalda skýr markmið og skilgreindar aðgerðir þar sem fram komi hver beri ábyrgð á þeim og hver sjái um framkvæmd, ásamt tímaáætlun, kostnaðarmati og árangursmælikvörðum. Áhersla er lögð á að samráðshópurinn hafi í vinnu sinni og tillögugerð hliðsjón af annarri stefnumótun sem unnið er að og hefur þýðingu fyrir ungt fólk, svo sem á sviði húsnæðismála, menntamála og atvinnumála.

Við skipan hópsins var lögð áhersla á að tryggja breiða aðkomu ungs fólks til að draga fram sem fjölbreyttust viðhorf og sjónarmið. Vinna samráðshópsins verður leidd af tveimur formönnum sem ráðherrarnir skipa án tilnefningar. Þeir eru Greipur Gíslason, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra, og Hlédís Sveinsdóttir, fulltrúi velferðarráðherra.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta