Ný tæki í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna
„Það er mér mikið ánægjuefni að geta í dag, á kvenréttindadeginum 19. júní, ýtt úr vör kynningu á brautryðjendaverki í jafnréttisbaráttunni - nýjum staðli um launajafnrétti kynjanna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi um frumvarp til laga um jafnlaunastaðal, en hann var haldinn á Grand Hóteli í dag.
Lengi hefur verið unnið að gerð jafnlaunastaðals, en hann mun vera sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.
Staðlinum er ætlað að vera tæki til að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnumarkaðnum. Á næstunni gefst kostur á að gera athugasemdir við frumvarpið og skila umsögnum. Ráðgert er að staðalinn verði gefinn út í desember næstkomandi.
Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur sem hún flutti á kynningarfundinum í dag.