STEFNUMÖRKUN VARÐANDI LAGNINGU RAFLÍNA Í JÖRÐ – SAMRÁÐSFERLI
Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína.
Nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð hefur unnið ötullega að því að afla gagna og umsagna um málefnið og hefur nú sett í gang opið samráðsferli þar sem öllum áhugasömum er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir til nefndarinnar.
Hægt er að koma umsögnum til starfsmanns nefndarinnar fyrir 15. júlí nk.,, Erlu Sigríðar Gestsdóttur á netfangið [email protected].“
Eldri fréttatilkynning um sama mál
Þingsályktunartillaga á 140. löggjafarþingi
Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna
Mikilvægi umhverfisþátt í stefnumörkun um jarðstrengi
Flutningsgjaldskrá og umhverfið
Skipulag og mat á umhverfisáhrifum