Nýr vefur hjá Embætti landlæknis
Embætti landlæknis hefur tekið í notkun nýjan vef sem sameinar efni af vefjum þeirra tveggja stofnana, Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins sem sameinaðar voru fyrir rúmu ári.
Áhersla er lögð á greinagóðar og aðgengilegar upplýsingar fyrir notendur, hvort sem um er að ræða tölulegar upplýsingar, fræðslu fyrir almenning um heilsueflingu eða heilbrigðisþjónustu eða upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Á vefnum er einnig hægt að nálgast fræðslu og upplýsingar sem snerta mismunandi aldurshópa. Þegar smellt er á hlekk sem um tiltekið aldursskeið opnast yfirlitssíða sem vísar á þá mörgu þætti sem áhrif hafa á heilbrigði á þeim tiltekna aldri. Með þessu móti er auðvelt aðgengi að efninu fengið á fleiri en einn hátt.