Hoppa yfir valmynd
22. júní 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frumvarp að staðli um launajafnrétti til umsagnar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er bjartsýnn á að jafnlaunastaðall verði mikilvægt tæki til að jafna launamun kynjanna. Þessi aðferð hefur hvergi verið reynd í heiminum og er því algjör nýjung. Staðlaráð Íslands hefur nú auglýst frumvarp að staðlinum til umsagnar.  

Guðbjartur færði þakkir öllum þeim sem unnið hafa að gerð jafnlaunastaðalsins fyrir vel unnin störf þegar hann var kynntur á fjölmennum fundi 19. júní síðastliðinn. „Við skulum ekki gleyma því að hér er um algjöra nýjung að ræða sem hefur hvergi verið reynd í heiminum. Það verður því spennandi að sjá hver árangurinn verður og ég heiti á atvinnurekendur og stjórnendur stofnana jafnt sem launafólk að nýta þennan nýja möguleika til að meta eigin stöðu og leiðrétta það sem miður fer,“ sagði velferðarráðherra meðal annars þegar hann ávarpaði fundargesti.

Frumvarp að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar hefur nú verið auglýst til umsagnar hjá Staðlaráði Íslands.

Hægt er að óska eftir tímabundnum rafrænum aðgangi að frumvarpinu á umsagnartíma, frá 19. júní til 20. september 2012. Slíkur aðgangur er án endurgjalds.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta