Hoppa yfir valmynd
22. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherrasló upphafshögg í góðgerðargolfleik

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sló upphafshögg í góðgerðargolfleik Kiwanishreyfingarinnar aðfaranótt mánudags 18. júní. Ætlunin er að slá golfkúlu meðfram Hringveginum næstu daga, alls um 1.350 km leið, og verður áheitum safnað á hvert högg.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirbýr sig fyrir upphafshöggið.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirbýr sig fyrir upphafshöggið.

Innanríkisráðherra, sem ekki er vanur golfleik, fékk tilsögn fyrir upphafshöggið en engum sögum fer þó af því hversu langt fyrsta höggið náði. Leikurinn hefur haldið áfram og er liðið sem stendur á Austurlandi. Stefnt er að því að ljúka leiknum 2. júlí þegar Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, slær síðasta höggið.

Í för eru um 8 bílar og 10 til 15 Kiwanisfélgar verða að jafnaði í hópnum. Á vefsíðu verkefnisins, www.isgolf.is geta  Kiwanisfélagar og aðrir áhugasamir um allan heim fylgst með hvernig gengur og gefið áheit.

Söfnunarfé verður ráðstafað þannig að það rennur annars vegar til alþjóðlegs átaks Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, „Stöðvum stífkrampa“. Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum en er enn landlægur í 34 fátækustu þjóðlöndum heimsins. Hins vegar rennur söfnunarféð til viðurkenndra og skráðra sambýla í þeim bæjarfélögum þar sem starfandi er Kiwanisklúbbur en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni að undanförnu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta