Hoppa yfir valmynd
25. júní 2012 Matvælaráðuneytið

Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti á Íslandi

Á myndinni eru Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og Xu Luode, forstjóri Union Pay.
Á myndinni eru Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og Xu Luode, forstjóri Union Pay.

Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Um 2 milljarðar manna í Asíu eru með greiðslukort frá Union Pay. 

Markaðsrannsóknir sýna að kínverskir ferðamenn eyða meiri peningum en aðrir ferðamenn, að meðaltali. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað hratt hér á landi og er búist við það haldi áfram á næstu árum.

Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar hf., telur að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. ,,Þeir Kínverjar sem hingað koma virðast vera vel efnaðir," segir Haukur. Einungis fáein ár eru síðan nokkrir tugir kínverskra ferðamanna komu til Íslands en árið 2010 voru þeir í kringum 5000.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu ferðamálastofnuninn (UNWTO) er búist við því að fjöldi kínverskra ferðamanna til Evrópu muni fjórfaldast til ársins 2020. Að sögn Hauks er mikill áhugi á Íslandi á meðal Kínverja og fastlega er búist við því að aukning ferðamanna frá Kína haldist í hendur við þróunina í Evrópu.

Greiðslukortið sem um ræðir heiti Union Pay og er mest notaða greiðslukortið í Kína. Um 2,2 milljarðar manna notast við það í 16 löndum í Asíu.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta