Vel heppnað málþing um auðlindastefnu
- Meginmarkmið heildstæðrar auðlindastefnu er að varanlegur eignar- og yfirráðaréttur þjóðarinnar yfir sameiginlegum auðlindum sínum og arði af þeim verði tryggður.
- Auðlindaarður þjóðarinnar af nýtingu auðlinda sinna verði sýnilegur og honum ráðstafað með sýnilegum hætti. Ein besta tryggingin er ákvæði í stjórnarskrá.
- Auðlindastefnunefnd tekur undir tillögur í skýrslu Auðlindanefndar frá árinu 2000 og frá Stjórnlagaráði frá árinu 2011 þess efnis að í stjórnarskrá verði sett ákvæði um ævarandi þjóðareign á auðlindum.
Þetta er meðal þess sem fram kom í kynningu á skýrsludrögum Auðlindastefnunefndar á málþingi sem haldið var í dag á vegum nefndarinnar og forsætisráðuneytisins.
- Skýrsludrög Auðlindastefnunefndar, Stefnumörkun í auðlindamálum sem lögð voru fram á málþinginu í dag.
Kynningar frá málþinginu:
- Arnar Guðmundsson, form. Auðlindastefnunefndar kynnti skýrsluna
- Dr. Daði Már Kristófersson, rýndi í tillögur nefndarinnar
- Philip Daniel, fjallaði um leiðir við skattlagningu auðlinda
Dagskrá ráðstefnunnar í Hörpu
9:00 Arnar Guðmundsson, form. Auðlindastefnunefndar kynnir skýrsluna
9:30 Dr. Daði Már Kristófersson rýnir í tillögur nefndarinnar
10:00 Kaffihlé
10:15 Philip Daniel fjallar um leiðir við skattlagningu auðlinda
10:55 Fulltrúar þingflokka fjalla um málið í 3-5 mín hver.
Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni,
Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Samfylkingunni og Bergur Sigurðsson frkvstj. Þingflokks VG.
11:30 Spurningar og umræður