Hoppa yfir valmynd
26. júní 2012 Innviðaráðuneytið

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu hefur störf

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræðisem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega kom til fyrsta fundar í gær og sat ráðherra fyrsta fundinn. Verkefni hópsins er að vinna úr tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi rafræna stjórnsýslu og lýðræði. Hópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu til ráðherra í október.

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega kom til fyrsta fundar í gær og sat ráðherra fyrsta fundinn. Verkefni hópsins er að vinna úr tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi rafræna stjórnsýslu og lýðræði. Hópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu til ráðherra í október.

Helstu áherslurnar eru á nauðsyn þess að auðvelda almenningi notkun rafrænnar stjórnsýslu og að rekin verði ein þjónustugátt fyrir alla rafræna þjónustu hins opinbera. Í skýrslu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins voru settar fram 24 tillögur um aðgerðir til að efla sveitarstjórnarstigið og tóku 9 þeirra til atriða er varða rafræna stjórnsýslu. Nefndin lagði meðal annars til að innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hefðu um það forystu og að nýta vefinn Ísland.is hjá Þjóðskrá sem vettvang fyrir slíkar umbætur. Hvað lýðræðislega þátttöku varðar lagði nefndin til að ráðuneytið hefði forgöngu um gerð einna laga um kosningar í stað aðskilinna laga eftir mismunandi tegundum kosninga og að í þeim lögum verði regluverk um rafrænar kosningar og rafræna kjörskrá. Þá var undirstrikað mikilvægi þess að mótað yrði fyrirkomulag varðandi rafrænar undirskriftasafnanir, skoðanakannanir og íbúakosningar og voru sveitarfélög hvött til að vinna með ráðuneytinu að þessum málefnum.

Stýrihópnum er falið að vinna verk- og kostnaðaráætlun yfir verkþætti sem vinna þarf í því skyni að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og stuðla að framgangi þeirra.

Starfshópur um rafræna stjórnsýslu hefur störf

Stýrihópurinn er þannig skipaður: Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi og jafnframt formaður, tilnefndur af ráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, tilnefnd af ráðherra, Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, tilnefndur af ráðherra, Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga og Hjörtur Grétarsson, upplýsingatæknistjóri hjá Reykjavíkurborg, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Með stýrihópnum starfa Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands, en auk hennar mun Árni Gíslason, stjórnmálafræðinemi aðstoða hópinn.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta