Hoppa yfir valmynd
28. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Hryðjuverk og ofbeldi til umræðu hjá dómsmálaráðherrum Norðurlanda

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat á þriðjudag fund dómsmálaráðherra Norðurlandanna í Osló. Ráðherrarnir ræddu meðal annars hryðjuverkaárásina í Osló og Utöya í fyrrasumar, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisofbeldi og fleira.

Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu í Osló í vikunni og eru hér með nánustu samstarfsmönnum sínum.
Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu í Osló í vikunni og eru hér með nánustu samstarfsmönnum sínum.

Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs, gerði á fundinum grein fyrir atburðarásinni og sýndi ráðherrunum hvar sprengjan sprakk í miðborg Osloar og þá eyðileggingu sem hún hafði í för með sér. Þar var haldinn fréttamannafundur. Ögmundur Jónasson sagði þar að það væri aðdáunarvert hvernig Norðmenn hefðu tekist á við afleiðingar þessara atburða, þeir hefðu staðist þá freistingu að loka samfélaginu. Þvert á móti væri stefnt að því að opna það og standa þar með vörð um hin lýðræðislegu gildi.

Á  fundi ráðherranna var rætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerðurst aftur. Von væri á skýrslu sérstakrar nefndar um atburðina og hvað hefði betur mátt fara. Mikilvægt væri að draga lærdóm af því sem þar kæmi fram. Jafnframt ræddu ráðherrarnir fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisofbeldi, nauðgunarhugtakið og persónuvernd.

Þá var rætt mikilvægi þess að við lagasetningu á Norðurlöndunum væri gætt að þvi að ekki skapist misræmi í lögum sem koma í veg fyrir óhindruð samskipti manna og fyrirtækja milli Norðurlandanna.

Fundir norrænu dómsmálaráðheranna eru haldnir árlega og verður næsti samráðsfundur þeirra haldinn í Svíþjóð.

Á myndinni eru frá vinstri: Ögmundur Jónasson, finnski ráðherrann Anna-Maja Henriksson, Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs, og Beatrice Ask, sænski ráðherrann. Í efri röð frá vinstri eru danski ráðherrann Morten Bødskov, Anthon Frederiksen, frá Grænlandi og Kári P. Højgaard frá Færeyjum. Á neðri myndinni er Ögmundur ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra (t.h.) og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra í miðborg Osló þar sem hryðjuverkin voru framin í júlí í fyrra.

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Osló í vikunni.

 

Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri eru hér í miðborg Osló þar sem sprengjutilræðið var í júlí í fyrra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta