Hoppa yfir valmynd
28. júní 2012 Matvælaráðuneytið

Iðnaðarráðherra á ráðstefnu um olíuvinnslu á Norðurskautinu

Iðnaðarráðherra á Arctic Energy Agenda Roundtable í Þrándheimi
Iðnaðarráðherra á Arctic Energy Agenda Roundtable í Þrándheimi

Oddný G. Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, sótti ráðstefnuna Arctic Energy Roundtable í Þrándheimi, Noregi. Ráðstefnan sem fjallar um öryggismál á Norðurskautssvæðinu stóð yfir í gær, 26. júní, og er haldin af olíu-og orkumálaráðherra Noregs, Ole Borten Moe.

Öryggismál vegna olíuvinnslu á Norðurheimskautsvæðinu var meginþema ráðstefnunnar. Meðal þeirra sem sóttu fundinn var innanríkisráðherra Bandaríkjanna, ráðherrar Noregs og Kanda auk sendiherrar annarra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurskautsvæðinu og sérfræðinga um olíuvinnslu og á svæðið.

Oddný kynnti niðurstöður útboðs á Drekasvæðinu sem fram fór s.l. vetur þar sem þrjú tilboð bárust og lýsti yfir ánægju sinni með afar gagnlega samráðsfundi með Norðmönnum í aðdraganda útboðsins. Í ræðu hennar á fundinum lagði hún mikla áherslu á að Ísland byggi tilveru sína nær alfarið á hreinleika hafsins og hreinni ímynd. Það væri ein helsta ástæðan fyrir því að íslensk stjórnvöld leggja ofuráherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu.

Hér má lesa ræðu Oddnýjar á ráðstefnunni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta