Leggðu orð í belg
Norræna ráðherra hvetur alla til að taka þátt í skemmtilegu verkefni, sem tengist ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Ríó+20. Þátttakendur skýra með einu orði hvaða skilning þeir leggja í orðin, sjálfbærni, manneskja og náttúra. Úr svörunum verða til „orðaský“, sem má túlka á mismunandi vegu og endurspeglar ef til vill mismunandi skilning fólks í heiminum á þessum orðum og hugtökum.