Hoppa yfir valmynd
28. júní 2012 Matvælaráðuneytið

Sumarfundur norrænu ráðherranefndarinnar um auðlindamál

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, situr í dag sumarfund Norrænu ráðherranefndarinnar um auðlindamál í Þrándheimi í Noregi ásamt samráðherrum sínum frá hinum Norðurlöndunum. Ann Tutwiler, vara-aðalritari FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, er sérstakur gestur á fundinum. Þar verður m.a. rætt um fæðuöryggi í heiminum í ljósi niðurstaðna Ríó + 20 fundarins fyrr í sumar og áherslur norrænu ríkjanna í því sambandi. Einnig verða önnur sameiginleg hagsmunamál þjóðanna til umfjöllunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta