Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breytingar á löggjöf um hollustuhætti og mengunarvarnir

Himinn
Stefnt er að samkomulagi í loftslagsmálum í París í desember.

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum vegna breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. 

Um er að ræða frumvarp sem lagt var fram á vorþingi 2012 og náði ekki fram að ganga en stefnt er að því að leggja frumvarpið fram að nýju á haustþingi 2012. 

Megintilgangur frumvarpsins er að innleiða tiltekna Evrópulöggjöf í samræmi við ákvæði EES-samningsins. Þá er breytingunum ætlað að styrkja framkvæmd norræna umhverfismerkisins Svansins hér á landi. Loks er fjallað um færanlega starfsemi og endurskoðun starfsleyfa í frumvarpi þessu. 

Þær gerðir sem lagt er til að innleiddar verði eru reglugerð (EB) nr. 66/2010 um umhverfismerki Evrópusambandsins, tilskipun 2008/50/EB um loftgæði og hreinna loft í Evrópu og tilskipun 2001/81/EB frá 23. október 2001 um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni. 

Umsagnir skal senda á Umhverfisráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík eða í tölvupósti á [email protected] fyrir 15. ágúst 2012.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta