Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2012 Forsætisráðuneytið

Breytingar á skipan Stjórnarráðsins

Ákveðið hefur verið að áður boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands taki gildi frá og með 4. september nk. Taka þá til starfa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti og koma þau í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Jafnframt hefur Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, verið falið að undirbúa stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Með breytingunum hefur ráðuneytum Stjórnarráðsins fækkað úr 12 í 8 á kjörtímabilinu.

Forsetaúrskurðir um framangreindar breytingar:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta