Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar
Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsettri 12. desember 1879.
Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsettri 12. desember 1879. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881, og voru þær staðfestar af konungi 27. apríl 1882.
Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkti útgáfu þeirra og merkra heimildarrita. Síðar varð sjóðurinn sakir verðbólgu lítils megnugur. Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla hann með árlegu framlagi og er nú veitt til hans á fjárlögum jafngildi árslauna prófessors við Háskóla Íslands. Í tímanna rás hafa verið gerðar lítils háttar breytingar á reglum um sjóðinn, en hin upphaflegu markmið hafa þó jafnan verið höfð í huga.
- Auglýst er eftir umsóknum og úthlutað á tveggja ára fresti.