Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2012 Matvælaráðuneytið

Vegna strandveiða á svæði A.

Vegna tæknilegra mistaka sem snúa að birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum, um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklholtshreppi að Súðavík, birtist  auglýsing um stöðvun veiða þann 10. júlí ekki með réttum hætti. Því eru strandveiðar á svæði A heimilar í dag 10. júlí.

Ráðuneytið hefur vegna þessara tæknilegu mistaka birt nýja auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði A sem gildir frá og með 11. júlí.

Til að koma til móts við þá aðila sem töldu að strandveiðar væru óheimilar í dag og réru þar af leiðandi ekki, hefur verið ákveðið að þeir fái viðbótardag til strandveiða í ágústmánuði. Skilyrði þess að fá þennan viðbótardag er að viðkomandi hafi verið á strandveiðum í júlí , en eins og áður sagði, ekki róið í dag.

 Þeim sem héldu til veiða í dag er heimilt að ljúka 14 tíma veiðiferð.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta