Tímasett aðgerðaáætlun á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar
Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB. Áður hafði verið fjallað um áætlunina í ráðherranefnd um Evrópumál og hún send utanríkismálanefnd Alþingis. Við lok rýnivinnu um landbúnað og dreifbýlisþróun óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Ísland legði fram slíka aðgerðaáætlun og var áætlunin unnin í samráði við samningahópinn um landbúnaðarmál og ýmsar stofnanir, félagasamtök og sérfræðinga. Skýrt kemur fram að ekki verða gerðar breytingar á núverandi löggjöf eða framkvæmd landbúnaðarstefnunnar á Íslandi, vegna aðildar að ESB, fyrr en eftir að aðildarsamningur hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar felur áætlunin í sér vilyrði íslenskra stjórnvalda um með hvaða hætti Ísland hyggst haga undirbúningsaðgerðum á næstu misserum með það að markmiði að allt verði til reiðu á fyrsta degi aðildar.
Tímasettu áætlunina má nálgast hér (PDF)